Boðið verður upp á prjónastundir á föstudögum frá kl. 13:30-15:30  þar sem þátttakendur koma með það sem þeir hafa á prjónunum. 

Elín Jóhannsdóttir, starfsmaður hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni, mun halda utan um hópinn og leiðbeina ef þörf krefur.

Prjónastundirnar hefjast föstudaginn 9. október og fer skráning fram á skrifstofu Miðstöðvarinnar í síma 545-5800.