Fimmtudaginn 3. desember síðastliðinn bauð Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin augnlæknum og sjóntækjafræðingum í heimsókn og kynnti starfsemi Miðstöðvarinnar fyrir þeim.  

Við þetta tækifæri færði Benedikt Þórisson, sjóntækjafræðingur og heildsali Iceoptik, Huld Magnúsdóttur, forstjóra Miðstöðvarinnar, svokallaðan p.d.-mæli sem mælir fjarlægðina á milli augnanna, .

Að geta mælt fjarlægðina á milli augnanna er nauðsynlegt í framleiðslu sjónhjálpartækja eins og gleraugna. Þetta er kærkomin gjöf þar sem eldri útgáfa af tækinu sem Miðstöðin átti þarfnaðist endurnýjunar.

Benedikt Þórisson og Estella D. Björnsson með p.d.-mælinn sem Benedikt færði Miðstöðinni að gjöf.
Benedikt Þórisson og Estella D. Björnsson með p.d.-mælinn sem Benedikt færði Miðstöðinni að gjöf.

Vala Jóna Garðarsdóttir ráðgjafi sýndi gestum hjálpartæki sem Miðstöðin úthlutar notendum sínum

Vala Jóna Garðarsdóttir ráðgjafi sýndi gestum hjálpartæki sem Miðstöðin úthlutar notendum sínum