Dagana 25. og 26. febrúar mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga standa fyrir námskeiði í samstarfi við Dale Carnege á Íslandi og Mímir símenntun. Námskeiðið er ætlað fyrir notendur Miðstöðvarinnar, en fólk á aldrinum 16-30 ára er sérstaklega hvatt til að skrá sig. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um:

  • Námsval – starfsval – vinnumarkaður, ýmis hugtök og lykilþættir
  • Áhugasviðsgreining og hvernig slík greining getur nýst við atvinnuleit
  • Uppbygging áhugasviðskönnunar
  • Áhugi, gildismat, reynsla, færni og styrkleikar m.t.t. náms- og starfsvals
  • Hvert stefni ég? Ákvarðanataka, markvisst ferli í ákvarðanatöku
  • Sjálfsþekking. Hver er ég og hvert stefni ég
  • Að sigrast á hindrunum
  • Sjálfstraust og hvernig er markvisst hægt að styrkja það

Á námskeiðinu mun blint og sjónskert fólk koma og segja frá reynslu sinni af starfi og námi.

Kennt verður báða dagana frá kl. 9:00-16:00 á Þjónustumiðstöðinni í Hamrahlíð 17, 5. hæð og í sal Blindrafélagsins á 2. hæð.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á hádegisverð og kaffiveitingar báða dagana.

Pláss er fyrir 20 þátttakendur og því um að gera að skrá sig strax. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Miðstöðvarinnar eða í síma 545 5800. Skráningu lýkur 19. febrúar 2010.

Allar nánari upplýsingar veitir Halldór Sævar Guðbergsson ráðgjafi halldor@midstod.is