Tilkynning frá Fjólu – félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Á framhaldsaðalfundi félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (áður Daufblindrafélag Íslands) þann 3. júní 2011, lagði stjórn félagsins fram tillögu þess efnis að nafni félagsins yrði breytt. Tillagan var einróma samþykkt og er hún eftirfarandi:

„Tillaga að breytingu á nafni Daufblindrafélags Íslands

Lögð fram á framhaldsaðalfundi félagsins 3. júní 2011

Framhaldsaðalfundur Daufblindrafélags Íslands, haldinn að Hamrahlíð 17, 3. júní 2011, samþykkir að nafnið Daufblindrafélag Íslands verði aflagt og ekki notað meira. Fundurinn samþykkir að hér eftir skuli nafn félagsins vera, Fjóla – félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Nafnabreytingin tekur þegar gildi og skulu pappírar, bæklingar og annað efni er viðkemur félaginu, svo og lög þess, leiðrétt til samræmis við þessa samþykkt.