Í tilefni af degi Hvíta stafsins, laugardaginn 15. október næstkomandi, viljum við bjóða þér í opið hús að Hamrahlíð 17, í Húsi Blindrafélagsins.
Húsið verður opið almenningi milli kl. 14.00 og 16.00

Gestum mun gefast kostur á að kynnast þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu.  Má þar nefna:
Hjálpartækjaverslun Blindrafélagsins, starfsemi Blindravinnustofunnar, starfsemi Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, endurhæfingaríbúð fyrir blinda og sjónskerta, starfsemi sprotafyrirtækisins Oxymap, starfsemi Augnlækna Reykjavíkur, starfsemi Nuddstofu Óla og starfsemi sjóntækjafræðinganna í Optic Reykjavík.

Einnig verða til sýnis og skemmtunar leiðsöguhundar fyrir blinda, hvolpar sem hafa verið valdir til að verða leiðsöguhundar og leitarhundar frá lögreglunni og hjálparsveitunum.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.