Þriðjudaginn 20. ágúst verður Zoom Text hittingur í tölvuveri Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 frá kl. 10-12.

Farið verður yfir bestu flýtileiðirnar bæði varðandi stækkun og lestur. Þátttakendur koma reynslu sinni á framfæri og þeir sem eiga fartölvur geta mætt með þær og látið fara yfir uppsetningu og leitað lausna á vandamálum sem þeir glíma við.

Fundurinn er opin öllum Zoom Text notendum Miðstöðvarinnar og þeim sem hafa áhuga á að kynna sér forritið. Skráning fer fram í síma 545 5800 eða á rosa@midstod.is