Þjálfun í núvitundinni, stundum kallað árvekni eða gjörhygli, hefur aukist mjög á undanförnum áratugum. Þar er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að slík þjálfun hefur jákvæð áhrif á almenna vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Áherslan er  á að læra að láta af sjálfstýringu hugans með því að nema staðar „hér og nú“ með stuttum hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun. Þannig má öðlast meiri hugarró, sættast betur við það sem er, leyfa því að vera og njóta betur líðandi stundar.

Á námskeiðinu verða þessar hugmyndir kynntar og farið í gegnum æfingarnar. Lögð er sérstök áhersla á að innleiða vakandi athygli í daglegt líf til þess að líða betur.

Námskeiðsgjaldið til okkar er háð fjölda þátttakenda en hámarksfjöldi er 20 manns.   Ef við fyllum námskeiðið kostar það kr. 16.000 pr.mann og er innifalið geisladiskur með æfingum.   (Venjulega kostar svona námskeið 49.000 kr. á mann)

Tímar: Fimmtudaga  kl. 11-12.30  vikulega í 8 skipti frá 3. október

Staður:  Hamrahlíð 17

Leiðbeinandi: Margrét Bárðardóttir sálfræðingur

Skráning fer fram á skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525-0000.

Margrét nam sálfræði við Freie Universität, Berlín, Þýskalandi og útskrifaðist 1981.

Bjó í Berlín við nám og störf í 15 ár en hef starfað á geðsviði LSH frá 1987. Fór í nám í hugrænni atferlismeðferð í Oxford 2002–2003 og hóf jafnframt þjálfun í núvitund sem er nú hluti af mínu daglega starfi. Hef sótt reglulega kennaranámskeið í mindfulness erlendis og haldið fjölmörg námskeið í núvitund. Hef langa reynslu af störfum með margbreytileg tilfinningaleg og geðræn vandamál en starfa nú á krabbameinsdeildum spítalans ásamt því að reka eigin stofu. Hef auk þess stundað kennslu á háskólastigi og sinnt handleiðslu starfsfólks í heilbrigðisstétt.