Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í samvinnu við Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar heldur vinnusmiðju í þreifibókagerð og áþreifanlegu skipulagi þann 14. nóvember.

Tími: 14. nóvember kl. 13:00 – 16:00.

Staður: Fjölskyldudeild Akureyrar, Glerárgötu 26, fundarsalur 2. hæð.

Leiðbeinandi: Rannveig Traustadóttir sérkennsluráðgjafi.

  1. Kynning á hugmyndum og aðferðum við þreifibókagerð og áþreifanlegt skipulag með tilliti til blindra einstaklinga og þeirra sem eru með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.   
  2. Kynning og sýnishorn af efnivið til notkunar við þreifibókagerð og áþreifanlegt skipulag.
  3. Þátttakendur fá tækifæri til að útbúa sýnishorn af þreifibók auk þess sem tækifæri gefst til að skiptast á hugmyndum og reynslu.

Efniskostnaður 3.000 kr.

Þátttaka tilkynnist á netfangið rannveig@midstod.is fyrir 1. nóvember nk.