Miðvikudaginn 29. október kl. 14:15 – 15:45 hefst námskeið fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð. Námskeiðið verður í þrjú skipti vikulega á miðvikudögum.

Námskeiðið byggist á því að krakkarnir koma og ræða í hóp ýmsa þætti er varða sjónskerðingu. Hvaða misskilningur getur orðið í samskiptum vegna sjónskerðingar? Hvaða  samskiptavandamál koma upp innan vinahópsins og við kennara? Jafnframt munu þeir læra að segja frá sjónskerðingu sinni á stuttan og fræðilegan hátt þannig að þeir geti svarað spurningunni „Hvernig sérðu?“. 

Bryndís Sveinsdóttir sálfræðingur og Elfa Hermannsdóttir sérkennsluráðgjafi munu halda utan um námskeiðið.

Skráning á námskeiðið er á netfangið: elfa@midstod.is

Við hvetjum þig til að mæta og taka þátt í skemmtilegu námskeiði.

Með kærri kveðju,

Bryndís og Elfa, ráðgjafar Miðstöðvarinnar