Blindrafélagið í samstarfi við Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur fyrir hádegisverðarfundi, og verður boðið upp á súpu og brauð meðan á málþinginu stendur.

Blindum og sjónskertum háskólastúdentum hefur fjölgað gríðarlega á sl. árum og er því ekki úr vegi að standa fyrir málþingi til þess að ólíkir aðilar sem veita blindum og sjónskertum háskólanemum þjónustu geti skipst á skoðunum við nemendur.

Erindi flytja Bergvin Oddsson formaður Blindrafélagsins og stjórnmálafræðingur, María Hauksdóttir guðfræðingur og nú nemandi í fötlunarfræðum, Elva Ellertsdóttir deildarstjóri Stjórnmálafræðideildar HÍ, og Helga Björg Ragnarsdóttir og Elína Marta Ásgeirsdóttir,  starfsmenn námsbókagerðar Miðstöðarinnar. Að loknum erindunum gefst gestum kostur á að spyrja frummælendur.