Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga býður aðstandendum fólks sem verður sjónskert eða blint á efri árum, á námskeið. Um er að ræða tvö skipti þar sem bæði verður fræðsla og umræður um eigin reynslu. Á námskeiðinu verður fræðsla um sjónskerðingu, líðan, félagslega einangrun, athafnir daglegs lífs, umferli og þjónustu innan og utan Miðstöðvarinnar. Hér gefst aðstandendum einnig tækifæri til að hittast og ræða við aðra aðstandendur um reynslu sína.

Námskeiðið verður þriðjudaginn 11. nóvember og fimmtudaginn 13. nóvember  kl 16:30-19:00

Bryndís Sveinsdóttir sálfræðingur og Steinunn Sævarsdóttir félagsráðgjafi halda utan um námskeiðið. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16 manns og er ekkert þátttökugjald. Skráning fer fram í afgreiðslu Miðstöðvar í síma 545-5800 og í gegnum netfangið midstod@midstod.is. Skráningu lýkur 7. nóvember n.k.

Nánari upplýsingar veita Bryndís og Steinunn í síma 545 5800 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin bryndis@midstod.is og steinunn@midstod.is.

Með kveðju,

Bryndís Sveinsdóttir og Steinunn Sævarsdóttir