JCI Ísland í samstarfi við Blindrafélagið kynnir:

Blindir sjáLjósmyndasamkeppni fyrir blinda og sjónskerta.

Vilt þú taka þátt í skemmtilegri keppni?

Gríptu tækifærið og taktu myndir af því sem þér þykir áhugavert.

Glæsileg verðlaun í boði!

 

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að blindum sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri í öllum þáttum samfélagsins. Ljósmyndasamkeppnin Blindir sjá er ætluð þeim sem eru löglega blindir eða sjónskertir.

Skráning í keppnina fer fram á www.jci.is/blindirsja.Þar er skráningarform sem þú ert beðin/nn um að fylla út. Eftir skráningu færð þú staðfestingu í tölvupósti. Hver þátttakandi getur sent inn allt að 5 myndir í keppnina.

Hver mynd skal  að lágmarki vera 1MB að stærð og þarf að fylgja með stutt lýsing af myndefninu og staðsetningu. Þátttakandinn þarf sjálfur að hafa tekið myndirnar og má ekki hafa breytt þeim í myndvinnsluforriti.
Nánari upplýsingar og skilmálar keppninnar er að finna á www.jci.is/blindirsja.