Námskeið fyrir kennara barna með heilatengda sjónskerðingu

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga mun halda námskeið miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13-16.

Á námskeiðinu mun Dr. Roxana Cziker fara yfir hvað felst í að vera með heilatengda sjónskerðingu, hver helstu einkenni eru og hvaða aðferðir henta til að vinna með börnum með heilatengda sjónskerðingu.

Námskeiðið hentar kennurum og öðru fagfólki sem vinnur með nemendum með fjölþættan vanda þ.e. heilatengda sjónskerðingu og aðra fötlun.

Athugið að námskeiðið er kennt á ensku en starfsfólk Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar mun aðstoða við snara yfir á íslensku þegar þarf.  

Skráning á námskeiðið er í síma: 545-5800545-5800 eða á netfangið: elfa@midstod.is.

Þátttökugjald er ekkert.