Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Velkomin(n) á síðu PunktaletursnefndarNefndin, í núverandi mynd, er arftaki nefndar sem skipuð var af Menntamálaráðuneytinu og starfaði í nokkur ár en lagðist af þegar Ásgerður Ólafsdóttir formaður hennar hvarf til annarra verkefna. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga tók við starfi nefndarinnar um mitt ár 2009.

Nefndin er skipuð formanni, fulltrúa frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni auk fulltrúa sem tilnefndur er af stjórn Blindrafélagsins. Skipað er í nefndina 15. september til eins árs í senn.

Starfsárið 2012-2013 er nefndin þannig skipuð: 
  • Birkir R. Gunnarsson, formaður 
  • Ásdís Þórðardóttir, sérfræðingur í gerð lesefnis fyrir hönd Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar 
  • Eyþór Þrastarson, fulltrúi Blindrafélagsins. 

Tilgangur punktaletursnefndar er margþættur. Helstu verkefni hennar eru:

  • Að staðla og uppfæra útlit íslensks punktaleturs, bæði 6 og 8 punkta.
  • Að setja upp íslenska punktaletursstaðalinn á öll prentforrit og jaðarbúnað.
  • Að skoða kosti við upptöku alþjóðlegra staðla, t.a.m. í tónlist og stærðfræði.
  • Að skoða innleiðingu íslensks styttingakerfis.
  • Að fylgjast með alþjóðlegum nýungum og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi t.d. NBA (Nordic Braille Authority, og svara spurningum erlendra áhugamanna um íslenskt punktaletur).

Talsverðar framfarir hafa átt sér stað á flestum þessara sviða eins og sjá má í skjalalista punktaletursnefndar. En öll eru verkefnin lifandi. Íslensk tunga, tölvutækni og punktaletrið sjálft taka stöðugum breytingum, og nefndin þarf að gæta þess að breytingar í tölvutækni, stærðfræði og tilkoma annarra nýjunga skili sér út í punktaletursnotkun og stöðlun.

Ábendingar og skoðanir eru ávallt vel þegnar. Íslenska er lifandi tungumál og því skoðar nefndin punktaletrið og allt sem því tengist með tilliti til breytinga og uppfærslu. Hægt er að hafa samband við nefndina með því að senda tölvupóst á netfangið braille@midstod.is

Fyrir hönd Punktaletursnefndar,

Birkir R. Gunnarsson, formaður. 

Skjalalisti

Skjal með frekari útlistun á verkefnum nefndarinnar má sækja í skjalalista hér fyrir neðan.

Við höfum nú þegar gefið út fyrsta opinbera staðalinn um 6 og 8 punkta íslenskt punktaletur og má finna hann á Excel og PDF formi í skjalalistanum. Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á að skoða hundruð tákna sem eru skilgreind í staðlinum, en ólíklegt er að komi upp í notkun punktaleturs, höfum við gert yfirlit með öllum helstu táknum og lýsingu á hvernig þau ritast, en skjal þetta má að sjálfsögðu finna í skjalalistanum.

Því miður er einungis hægt að sýna staðalinn myndrænt í pdf skjali þar sem punktaletursskjáir sýna mismunandi tákn ekki alltaf á sama hátt, en hægt er að senda okkur póst á netfangið braille@midstod.is og biðja um prentað punktaleturseintak af staðlinum.

Staðlinum fylgja einig ritreglur fyrir íslenskt punktaletur og má sækja þær í skjalalista, bæði á Word og PDF formi.

Skjöl til niðurhals

Fyrir sjáandi aðila sem vilja kynna sér punktaleturstákn er mælt með að PDF útgáfur skjala séu sóttar frekar en Word- eða Excel-skjöl.

Skjöl um starfsemi punktaletursnefndar

Starfsreglur Punktaletursnefndar word-skrá (27 kb)

Verkefnalisti Punktaletursnefndar word-skrá (32 kb)

Skjöl með punktaletursstaðli

Íslenski punktaletursstaðallinn pdf-skrá (275 kb)

IceBraille, íslenski punktaletursstaðallinn excel-skrá (169 kb)

Yfirlit með helstu táknum íslenska punktaletursstaðalsins pdf-skrá (57 kb)

Yfirlit með helstu táknum íslenska punktaletursstaðalsins word-skrá (20 kb)

Ritreglur íslensks punktaleturs pdf-skrá (79 kb)

Ritreglur íslensks punktaleturs word-skrá (58 kb)

Skjöl um punktaletursstyttingar

Uppástunga að íslenskum punktaletursstyttingum pdf-skrá (41 kb)

Uppástunga að íslenskum punktaleturssyttingum excel-skrá (42 kb)

Skrifreglur fyrir íslenskar styttingar word-skrá (26 kb)

Greinargerð um hvort taka eigi upp styttingar word-skrá (20 kb)

Áhugaverðir tenglar

Áhugaverð síða um stærðfræði, aðgengishugbúnað og punktaletur

Áhugavert YouTube myndband um punktaletursnótur

Fréttir

Fréttir tengdar starfssemi nefndarinnar, auk almennra fundarboða og annars efnis, má bæði skoða hér á síðunni, auk þess sem tilkynningar verða sendar á Blindlist póstlistann.

Punktaletursnefnd fellur frá hugmyndum um íslenskar styttingar -- í bili að minnsta kosti. Umræður um hvort taka eigi upp styttingar í íslensku punktaletri, svipað og gert er í sumum nágrannalanda okkar, hafa verið við lífi allt síðan punktaletursnefnd tók til starfa á vegum ÞÞM árið 2009.

Með aðstoð Ágústu Gunnarsdóttur grófum við upp styttingakerfið sem var við lífi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og hægt er að nálgast það, bæði á PDF formi og í Excelskjali, í skjalalista á heimasíðu nefndarinnar.

Eftir athugun á hversu mikið slíkt kerfi myndi stytta prentað ritmál (líklega ekki um meira en 10%), mati á hversu mikið það gæti aukið leshraða notenda (skv. erlendum rannsóknum er aukning leshraða milli 10 og 20%) og kostnaðar við innleiðingu kerfisins og nauðsynlegrar aukakennslu (innleiðingarkostnaður hleypur líklegast á milljónum og talsverðan aukatíma þarf til þess að kenna nýjum notendm kerfið) virðist þó ekki ástæða til þess að gera innleiðingu slíks kerfis að forgangsverkefni.
Meira má lesa um álit nefndarinnar í grein um íslenskar styttingar, sem finna má á skjalalista hennar.

Ef 8 punkta punktaletursprentun verður algengari gætu opnast nýir möguleikar fyrir íslenskt styttingakerfi, eða ef íslenskunemi á háskólastigi hefur áhuga á loakverkefni sem fæli í sér viðamikla rannsókn á hvernig best væri að hanna styttinakerfi á punktaletri fyrir íslensku, væri slíkt innlegg kærkomið.

Eins og alltaf, eru menn hvattir til að senda hugmyndir sínar og skoðanir á netfang nefndarinnar braille@midstod.is því punktaletur er eins lifandi og íslenskan sjálf, og oft sýnist sitt hverjum. Umræða er alltaf af hinu góða.