Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiðsöguhundar

Miðstöðin hefur það hlutverk að úthluta leiðsöguhundum samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja. Miðstöðin hefur sett af stað verkefni til að kaupa og þjálfa leiðsöguhunda á Íslandi í stað þess að kaupa þá erlendis frá. Ráðinn hefur verið hundaþjálfari til verkefnisins. Ávallt er verið  að leita að fleiri hvolpum og unghundum en áætlað er að skila 2 leiðsöguhundum á ári. Verkefnið er dýrt og yfirgripsmikið en mikill sparnaður felst í því að kaupa og þjálfa hunda á Íslandi í stað þess að kaupa hunda erlendis frá.