Þann 18. desember sl. samþykkti Alþingi Íslands lög um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, og tóku þau gildi 1. janúar 2009. Með lögunum tók til starfa ný miðstöð heyrir undir félags- og tryggingamálaráðuneytið. Á sama tíma mun Sjónstöð Íslands hætta störfum. Starfsemi Sjónstöðvar færðist hins vegar til nýju miðstöðvarinnar og um leið breyttust áherslur í hugmyndafræði, þjónustu og verklagi.

Undirbúningur vegna þessa hefur staðið yfir undanfarið ár og er ýmislegt sem tengist þessum breytingum þegar komið til framkvæmda, eins og fjölgun starfsmanna og þróun hugmyndafræði og verklags. Enn er hins vegar margt eftir til að leiða breytingarnar alla leið, og þökkum við þolinmæði viðskiptavina Sjónstöðvar á meðan á því ferli stendur.