Vikuna 8.-12 júní stendur Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga fyrir námskeiði í punktaletri og notkun skjálestrarbúnaðar fyrir nemendur. Einnig verður foreldrum boðið upp á undirstöðunámskeið í lestri og skrift punktaleturs.

Námskeiðið fer fram frá 9-15. Lögð verður áhersla á notagildi punktaleturs og þátttakendur fá leiðsögn í lestri og skrift. Þá verður þátttakendum einnig kennt að nota tölvu, skjálestrarforrit og og ýmsan tölvubúnað. Inn á milli verður kennslan brotin upp með leikjum og styttri ferðum.  

Námskeiðið verður haldið að Suðurlandsbraut 12, annarri hæð, í húsnæði Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Skráning fer fram í síma 545 5800 eða á netfangið ingunn@midstod.is fyrir 1. júní. Ekkert gjald er fyrir þátttöku.