Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
10. ágúst 2009

Út er kominn bæklingurinn: Ég skrifa með punktum. Áhugi ungra barna á bókstöfum, orðum og merkingu - snemmtæk örvun

Bæklingurinn er eftir danska ráðgjafann Jette Hasselström. Guðrún Guðjónsdóttir þýddi og staðfærði.

Bæklingurinn fjallar um hvaða grundvallarfærni blint barn þarf að ráða yfir áður er hægt er að kynna því punktaletursumhverfið, bæði heima og í leik- og grunnskóla.
Skapandi og hvetjandi punktaletursumhverfi gefur blindu barni möguleika á að veita tungumálinu aukna eftirtekt, leika sér með bókstafi, hljóð og skapa með punktum.

Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu Miðstöðvarinnar.

Til baka