Þessa dagana er stödd  hér á landi Gwyneth McCormack, sjálfstætt starfandi breskur kennsluráðgjafi blindra og sjónskertra (Qualified Teacher of Children with Visual Impairments Status).

Að því tilefni mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga standa fyrir opnum fundi þar sem öllum viðstöddum gefst kostur á að koma með spurningar og fyrirspurnir.

Foreldrar og/eða forráðamenn sjónskertra og blindra barna eru sérstaklega hvattir til að mæta. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18. ágúst 2009 frá 17:00 – 19:00 í sal Blindrafélagsins, 2. hæð Hamrahlíð 17, Reykjavik.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.