Þann 12. febrúar næstkomandi mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin, í samstarfi við Blindrafélagið, halda námskeið fyrir notendur Miðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina: Heilsa, stíll og útlit fyrir konur. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Heiðar Jónsson snyrtir.

Á námskeiðinu fjallar Heiðar af sinni alkunnu snilld og kímnigáfu um:

  • sjálfstraust
  • hreyfingar og líkamsstöðu
  • ilm og hreinlæti
  • förðun
  • fatastíl
  • undirföt
  • hirðingu fata og fylgihluta
  • samskipti, daður og skemmtilegheit

Að auki tekur hann fyrir ýmsan fróðleik.

Námskeiðið verður haldið föstudaginn 12. febrúar 2010 frá kl. 13:00 til 15:00 í húsnæði Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga á 5. hæð að Hamrahlíð 17.

Seinni hluti námskeiðsins verður haldinn 19. febrúar frá 10:30 til 12:00 í versluninni Debenhams í Smáralind. Þar munu þátttakendur hitta stílista sem veitir góð ráð um tísku og fataval.

Verð: 1000 kr. fyrir félagsmenn í Blindrafélaginu en 2000 fyrir utanfélagsmenn.

Pláss er fyrir 15 þátttakendur og því um að gera að skrá sig strax. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Miðstöðvarinnar eða í síma 545 5800. Skráningu lýkur 9. febrúar 2010.