Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga gengur í Enviter; Evrópusamtök miðstöðva fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga

Enviter eru Evrópusamtök miðstöðva fyrir blinda og sjónskerta um alla Evrópu. 

Meðlimir Enviter eru þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar, skólar, stofnanir og félög sem vinna að málefnum blindra og sjónskertra.

Áhersla Enviter er á þjálfun, endurhæfingu og menntun notenda og starfsmanna. Meginmarkmið Enviter eru samvinna og samráð um málefni blindra og sjónskerta, sameiginleg verkefni s.s. þjálfun, kennsla og endurhæfing. Einnig skiptast miðstöðvarnar á upplýsingum og miðla þekkingu hver til annarrar.

Innan Enviter eru nokkur stór Evrópuverkefni í gangi og Miðstöðin hefur sótt um aðild að slíkum verkefnum þar sem það á við.

Meðfylgjandi er heimasíða Enviter www.enviter.org

Félagar í Enviter eru:

  • ARLA – Finnlandi
  • BFW Duren – Þýskalandi
  • BFW Halla – Þýskalandi
  • Brailleliga / Ligue Braille – Belgíu
  • Monteclair – Frakklandi
  • LDV – Liceul pentru Deficienti de Vedere – Rúmeníu
  • National Rehabilitation Centre for the Blind – Búlgaríu
  • NCBI – Írlandi
  • School for the Blind – Ungverjalandi
  • RNCB – Bretlandi
  • The Institute for the Blind and Partially Sigthed – Danmörku
  • Royal Visio – Hollandi