Fyrirlesari var Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og leiðbeinandi hjá Systkinasmiðjunni. Vilborg sagði frá starfsemi Systkinasmiðjunnar og ræddi um mikilvægi þess að systkini barna með sérþarfir hafi möguleika á að hitta önnur systkini sem eru í sömu sporum og þau sjálf. Í Systkinasmiðjunni geta börnin óhindrað tjáð sig um þarfir sínar og hugðarefni. Heimasíða Syskinasmiðjunnar er www.verumsaman.is og þar er hægt að lesa nánar um starfsemina.