Verkefnið skoðaði menntun og atvinnumöguleika blindra og sjónskertra einstaklinga með viðbótarfatlanir. Þátttakendur í samstarfinu voru fagfólk, nemendur og foreldrar sem tengjast menntun og endurhæfingu blindra og sjónskertra einstaklinga á aldrinum 16-25 ára. Samstarfið þróaði leiðir til að brúa bilið milli framhaldsskóla og atvinnulífs og símenntunar og atvinnulífs.

Þátttökulönd í verkefninu auk Íslands voru Danmörk, Finnland, Írland, Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland.


Viðurkenningin sem Miðstöðin fékk fyrir þátttöku sína í verkefninu