Hljóðlýsingar snúast um að gera myndir aðgengilegar fyrir sjónskerta og blinda einstaklinga. Það er gert með því að notast við hugmyndaríkan og líflegan orðaforða. Þátttakendur í námskeiðinu munu fá reynslu af því hvernig greinargóðar lýsingar geta gert sjónrænar upplifanir ánægjulegri fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.

Hver sem er sem notast við myndir í starfi sínu, eins og kennarar og heilbrigðisstarfsfólk getur notað aðferðir hljóðlýsinga til að umbreyta myndum í orð, sem gerir upplifunina ánægjulegri fyrir alla einstaklinga.

Við lok námskeiðsins munu þátttakendur verða margs vísari um:

  • Sögu hljóðlýsinga
  • Hvernig á að þróa hæfni í einbeitingu og eftirtekt
  • Hvernig á að nota tungumálið til að lýsa myndum

….og margt fleira.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á hljóðlýsingum, sérstaklega þeim sem starfa við listgreinar, kennara, rithöfunda, stjórnsýslustarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk. Námskeiðið er á byrjendastigi og ekki er gerð krafa um þekkingu á hljóðlýsingum. Kennslan verður í formi fyrirlestra og glærusýninga, umræðutíma og verklegra æfinga.

Umsjónarmaður námskeiðsins, Joel Snyder hefur yfir 30 ára reynslu af hljóðlýsingum og þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga. Hann er forseti Audio Description Associates í Bandaríkjunum.

Ef þið hafið áhuga á námskeiðinu hafið þá samband við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í síma 545 5800 eða í gegnum veffangið midstod@midstod.is