Sjálfstraust, jákvætt viðhorf og leiðtogahæfileikar. Námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára. Anna Steinsen frá Dale Carnegie verður með námskeið dagana 16.-17. ágúst. Námskeiðið er frá kl. 10-12 og 13-16 báða dagana.

Sjálfstraust

Farið verður yfir hversu miklu máli sjálfstraust skiptir ungt fólk í daglegu lífi. Þægindahringurinn skoðaður hjá hverjum og einum og kenndar aðferðir til þess að stækka þægindahringinn.

Viðhorf

Farið yfir hversu jákvætt viðhorf skiptir alla einstaklinga miklu máli. Skoðað hvernig jákvætt viðhorf hjálpar hverjum og einum við að takast á við þær kröfur sem gerðar eru til ungs fólks í dag.

Leiðtogahæfileikar

Farið yfir hversu miklu máli það skiptir alla einstaklinga að vera leiðtogar í sínu eigin lífi. Þora að vera sá sem maður er og þora að gera alla þá hluti sem manni langar að framkvæma.

Þetta er skemmtilegt námskeið sem byggir mikið á þjálfun – þ.e.a.s. mikil virkni og minni seta á námskeiðinu.

Smelltu hér til að komast á skráningarsíðu námskeiðsins