Dagana 20 – 31 ágúst munu blindir og sjónskertir einstaklingar freista þess að ganga um 300 km leið þvert yfir England á 10 dögum. Verkefnið er skipulagt af bresku RP Fighting blindness samtökunum. 

Tilgangurinn er að safna fé til áframhaldandi rannsókna og klínískra tilrauna í því skyni að finna meðferðir við ólæknandi arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnunni, sem eru algengustu orsakir blindu og alvarlegra sjónskerðinga hjá börnum og ungu fólki. Um er að ræða sjúkdóma og einkenni eins og RP, LCA, AMD, Usher, Stargard og fleiri. Á Íslandi eru þetta nokkur hundruð einstaklingar. Mikill árangur hefur náðst í þessum rannsóknum á undanförnum árum og nú er svo komið að þörf er á miklum fjármunum til að hægt sé að fara í kostnaðarsamar klínískar tilraunir, sem eru nauðsynlegar til að þróa meðferðir og lækningar. Fjöldi mjög sérhæfðra vísindamanna vinnur nú, þvert yfir landamæri, að mörgum fjölþættum verkefnum í þessu skini.

Formaður Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson, hefur ákveðið að freista þess að safna áheitum til að geta tekið þátt í þessari fjáröflun og krefjandi áskorun. Lágmarksþátttökugjald fyrir þátttakanda og fylgdarmann er 3000 bresk pund, eða um 600.000 IKR. 
Söfnunarreikningur vegna verkefnisins er í vörslu Blindrafélagsins. Reiknisnúmer: 515-26-440512 – kt. 470169-2149
Frekari upplýsingar um verkefnið má sjá hér: http://www.rpfightingblindness.org.uk/newsevent.php?tln=newsevents&newseventid=239
Með þessu bréfi óska ég eftir þínum stuðningi – það munar um allt.

Með kærri kveðju,
Kristinn Halldór Einarsson.
gsm  661 7809