Þjónustu- og þekkingarmiðstöð býður upp á hópþjálfun í líkamsþjálfun í samstarfi við sjúkraþjálfunina Afl. Þjálfunin er ætluð sjónskertum og blindum einstaklingum sem vilja bæta líkamlegan styrk og auka úthald. Í upphafi er staða hvers þátttakanda metin og einstaklingsmiðuð markmið sett. Þjálfunaráætlun er gerð með þau markmið í huga. Kennt er í hóptímum sem byggjast á fjölbreyttum æfingum þar sem unnið er með:

  • grunnþol hvers og eins
  • styrk
  • liðleika
  • jafnvægi
  • líkamsstöðu og líkamsbeitingu
  • spennulosun

Tímasetning: 

Fyrra námskeið: 4. febrúar – 20. mars, mánudagar og miðvikudagar kl.11:15-12:15

Seinna námskeið: 5. febrúar – 22. mars, þriðjudagar og föstudagar kl. 8:15 – 9:15

Samtals 14 tímar

Sjúkraþjálfari: Ásdís Árnadóttir

Staðsetning: Afl sjúkrajálfun, Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin)

Hámarksfjöldi þátttakenda: 5

Lágmarksaldur: 18 ára

Námskeiðsgjald: 3000 kr

Skráning er til 28. janúar og fer fram hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í síma 545 5800