Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
10. október 2013

Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er annar fimmtudagur í október ár hvert. Tilgangurinn dagsins er að beina athygli almennings út um allan heim að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi.

Í tilefni af alþjóðlega sjónverndardeginum viljum við benda á nauðsyn þess að fara reglulega til augnlæknis og í augnskoðun. Margir augnsjúkdómar, sérstaklega hjá eldra fólki, geta ágerst hratt og án einkenna og því nauðsynlegt að fara í reglulegt eftirlit og skoðun.

Miðstöðin lét útbúa spjald með góðum ráðum til að hlúa vel að sjóninni sem nauðsynlegt er að skoða og fara eftir.

Á heimasíðu Miðstöðvarinnar má finna mikinn fróðleik um allt sem viðkemur sjón og sjónskerðingu.

Til baka