Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
30. október 2013

Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 14:15 - 15:45 ætlar Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin að halda opið hús fyrir kennara og starfsmenn sem vinna með blindum, sjónskertum og daufblindum nemendum. Þetta er frábært tækifæri til að hitta okkur og aðra starfsfélaga sem fást við sömu viðfangsefni, svo sem aðlögun námsefnis, aðgengi í skólanum o.s.frv.

Halldór Sævar, ráðgjafi á Miðstöðinni, mun segja frá reynslu sinni af því hvernig það var að vera sjónskertur nemandi í grunnskóla. Síðan gefst tækifæri til að ræða málin og skipta sér upp í hópa eftir áhugasviði.

Miðstöðin sér um að það verði heitt á könnunni og gott að maula með.

Við hvetjum þig til að mæta og taka þátt í skemmtilegu samstarfi.

Með kærri kveðju,

Brynja, Elfa, Halldóra og Rannveig, sérkennsluráðgjafar Miðstöðvarinnar

Til baka