Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
14. október 2014

Í tilefni af alþjóðlega sjónverndardeginum 14. október, stendur Lions fyrir sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli 15-19. Sýningin er haldin í samvinnu við Augnlæknafélag Íslands, Blindrafélagið og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þar verða kynntir helstu augnsjúkdómar, og þjónusta vegna þeirra og ýmsir aðilar kynna þjónustu sína á sviði sjónverndar. Miðstöðin verður þar með bás þar sem starfsemi hennar verður kynnt. Sýnd verða hjálpartæki auk þess sem hundaþjálfari sýnir og kynnir leiðsöguhunda.

Þá mun Alþjóðaforseti Lions-hreyfingingarinnar afhenda Augndeild LSH tæki í tilefni dagsins. Annars vegar er um að ræða tækjabúnað til raflífeðlisfræðlegra mælinga til að greina orsakir augnsjúkdóma í nýfæddum og ungum börnum og hins vegar sjónsviðsmæli af fullkomnunstu gerð, sem gerir greiningu og mat hrörnunarsjúkdóma, svo sem gláku og RP, öruggara og betra. Athöfnin er opin fyrir alla.

 

Til baka