Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
26. mars 2015
Tveir nýir leiðsöguhundar, Sören og Oliver, eru komnir hingað til lands frá Svíþjóð. Þeir bræður eru tveggja ára síðan í febrúar og eru af labrador kyni eins og flestir leiðsöguhundar sem eru í notkun hérlendis. Þeir eru nú í þjálfun hjá Drífu Gestsdóttur, hundaþjálfara Miðstöðvarinnar, en fara til tveggja notenda Miðstöðvarinnar í maí.  
Til baka