Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
20. október 2015

Lifað með sjónskerðingu sýnd á RÚV í kvöld

Íslenska heimildarmyndin Lifað með sjónskerðingu verður sýnd á RÚV í kvöld, þriðjudaginn 20. október klukkan 20:10. Myndin er frá árinu 2014 en í henni er fylgst er með sex blindum og sjónskertum einstaklingum á öllum aldri í sínu daglega lífi og sýnt hvernig þeir takast á við sjónmissinn með ólíkum hætti. Myndin var gerð að frumkvæði Blindrafélagsins og með stuðningi Blindravinafélags Íslands. Verkefnastjóri var  Kristinn Halldór Einarsson og dagskrárgerð var í höndum Söndru Helgadóttur.

Til baka