Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
2. nóvember 2015

Kostnaðarþrep hækka í ferðaþjónustu Blindrafélagsins

Til samræmis við hækkun á verðskrá Hreyfils sem tók gildi 1. október, þá hækka kostnaðarþrepin í ferðaþjónustu Blindrafélagsins sjálfvirkt, að því er fram kemur á heimasíðu Blindrafélagsins. Í nýgerðum samningi Blindrafélagsins og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er kveðið á um að fyrsta kostnaðarþrep ferðaþjónustunnar skuli miðast við 25 ekna km a dagtaxta og næstu kostnaðarþrep þar á eftir skuli hlaupa á 2000 krónum.

Kostnaðarþrepin og kostnaðarþátttakan frá 1. október mun því verða:

Ferð upp að 6.230 kr. kostnaðarþátttaka 400 kr.

Ferð frá 6.231 kr til 8.230 kr. kostnaðarþátttaka 800 kr.

Ferð frá 8.231 kr til 10.230 kr. kostnaðarþátttaka 1.200 kr.

Hlekkur á heimasíðu Blindrafélagsins

 

Til baka