Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
3. mars 2016

Leiðsöguforrit fyrir snjallsíma á íslensku  

GPS leiðsöguforritið NowNav fyrir snjallsíma er nú fáanlegt á íslensku. Forritið gefur blindum og sjónskertum færi á að komast leiðar sinnar með aðstoð GPS punkta og getur upplýst notanda um nákvæma staðsetningu hverju sinni, gefið leiðbeiningar um leiðir milli staða auk þess sem í því er áttaviti.  

Forritið hefur verið aðgengilegt á ensku en hefur nú verið þýtt yfir á íslensku og er það fáanlegt í Playstore.

Fyrir þá sem þegar hafa sótt forritið á ensku er hægt að fjarlægja það af símanum og sækja aftur í Playstore og þá er það sjálfkrafa sett inn á íslensku.

 

Til baka