Vapet Vip fundur á Miðstöð

Haldinn var fundur vegna Evrópuverkefnisins „Vapet Vip“ hér á Miðstöð 4. og 5. maí. 

Verkefnið er styrkt af Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins til þess að koma á fót námskeiðum og þjálfun á netinu til þeirra sem vinna með blindum og sjónskertum einstaklingum. 
 
Þátttakendur í þessu verkefni eru frá Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Búlgaríu og Þýskalandi auk Íslands. Portúgal leiðir verkefnið en fundir eru haldnir í þáttökulöndunum til skiptis. 

Mynd af hópnum sem kom að Vapet Vip verkefninu