Teach CVI

Teach CVI er
samvinnuverkefni fagfólks frá nokkrum Evrópulöndum sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöð
stýrir. Verkefnið miðar að því að fagfólk með sérþekkingu á heilatengdri
sjónskerðingu hjá börnum, vinni saman að þróun fræðslu- og kennsluefnis og
matstækja.

Hér á landi
koma tvær stofnanir að verkefninu, Miðstöðin og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Erlendir samstarfsaðilar eru: Háskólinn í Leuven í Belgíu, Positive Eye, sem er breskt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þjálfun fagfólks sem starfar með blindum og sjónskertum börnum, Child Vision sem er írskur sérskóli fyrir blind og sjónskert börn, Konunglegi blindraskólinn í Edinborg í Skotlandi og sænsk ríkisstofnun, Specialpedagogiska skolmyndigheten, sem sinnir sérkennslumálum barna. 

Starfsmenn
miðstöðvar ferðuðust nýlega til Dublin vegna vinnu við verkefnið.

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðunni www.teachcvi.net.