Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
15. október 2020
Dagur hvíta stafsins er alþjóðlegur baráttu- og vitundardagur blinds og sjónskerts fólks sem haldinn er 15. október ár hvert. Á þeim degi vekja blindir og sjónskertir einstaklingar athygli á hagsmunamálum sínum og hvar þörf er á úrbótum svo þeir geti tekið virkan þátt í samfélaginu.
Í tilefni af degi hvíta stafsins munu Miðstöðin og Blindrafélagið senda frá sér  fræðslumola á Facebook- og Instagram síðum Miðstöðvarinnar.

Mynd af hvítum staf og við hliðina á honum stendur "Dagur hvíta stafsins"

Til baka