Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
17. október 2007

Aðgengi að PDF skrám með JAWS skjálesaranum

Aðgengi skjálesara að PDF-skrám - leiðarvísir fyrir notendur JAWS-skjálesarans.

Þessi leiðarvísir er ætlaður fyrir notendur skjálesara sem vilja læra nokkra hagkvæma hluti til að nýta sér þegar unnið er með PDF-skrár.

Þrátt fyrir að þær lyklaborðsskipanir sem hér eru nefndar eigi við JAWS-skjálesarann útgáfu 7, þá munu grunnatriðin í lestri PDF skráa koma sér vel fyrir alla notendur skjálesara.

Það eru ellefu atriði í þessum leiðarvísi.

1. Sækja rétta útgáfu af Adobe Reader.

Adobe Reader er hugbúnaður sem hægt er að sækja gjaldfrjálst á heimasíðu Adobe-fyrirtækisins. Með honum opnum við og lesum PDF-skrár. Eldri útgáfur af Adobe Reader voru kallaðar Acrobat Reader.

Adobe mælir með að uppfæra upp í nýjustu útgáfu af Adobe Reader til að geta nýtt sér þá aðgengiskosti sem komnir eru í nýrri útgáfur hugbúnaðarins.

Aðeins sú útgáfa Adobe Reader sem kölluð er: "Full Version" inniheldur aðgengiskosti fyrir skjálesara. Hafa ber í huga að aðrar útgáfur eins og Adobe Reader Standard og Adobe Elements bjóða ekki upp á neina aðgengiskosti.

Meðal þeirra aðgengiskosta sem "Full Version" útgáfan býður upp á eru til dæmis "Accessibility Quick Check" - þá er kannað hvort skjal sé aðgengilegt, "text reflow" og "Read Out Loud". "Read Out Loud" er innbyggði skjálesarinn sem er í Adobe Reader.

Þegar Adobe Reader er sett upp á tölvunni í fyrsta skipti mun hugbúnaðurinn kanna hvort að einhver aðgengishugbúnaður sé uppsettur á vélinni. Ef svo er, þá bætast við auka fimm blaðsíður af spurningum í lok uppsetningaferlisins. Mælt er með því að notendur haldi sig við þá sjálfgefnu kosti sem stungið er upp á.

ATH. Adobe Reader 8, (Nýjasta útgáfan þegar þetta er skrifað) er ekki með eins uppsetningarferli og fyrri útgáfur, vinsamlegast kannið upplýsingar á vef Adobe um hvernig skal standa að uppsetningu á þeirri útgáfu.

Niðurhala nýjustu útgáfu Adobe Reader

2. Stilla Adobe Reader til að vinna með þínum aðgengishugbúnaði.

Adobe-fyrirtækið hefur gefið út leiðbeiningar á vefsíðu sinni þar sem er útskýrt hvernig á að stilla Adobe Reader til að vinna með þínum aðgengishugbúnaði og Að nota aðgengilegar PDF-skrár með Adobe Reader - leiðarvísir fyrir fólk með fötlun

Adobe mælir eindregið með því að notendur aðgengishugbúnaðar kynni sér þessar leiðbeiningar.

3. Opna PDF-skrár á vefsíðum.

PDF-skrár sem eru opnaðar í vafra, eins og Internet Explorer, eru hugsanlega ekki fullkomlega samhæfðar skjálesurum. Sama gildir um Word- og Excel-skjöl sem skoðuð eru inni í vafra. Þetta er vegna þess að JAWS-skripturnar sem eru í gangi eru sniðnar til að gefa sem bestan lestur á vefsíðum, HTML, en ekki sérsniðnar fyrir neitt annað. Þess vegna er alltaf best að opna PDF-skrár ekki í vafranum sjálfum, heldur í sérglugga inni í Adobe Reader hugbúnaðinum.

Til að sjá til þess að Adobe Reader opni sinn eigin glugga til að lesa PDF-skrár sem við finnum á Internetinu þá þurfum við að gera eftirfarandi:

Við opnum Adobe Reader, förum í "Help" valmyndina og í þeirri valmynd finnum við möguleikann: "Accessibility Setup Assistant".

Við förum í gegnum gluggana og veljum bara "Next" þar til við komum að fimmta skjánum.

Á fimmta skjánum er möguleiki þar sem stendur: "Display PDF Documents In the Web Browser". Við þurfum að ganga úr skugga um að þessi kostur sé ekki valinn.

Adobe birtir ofangreindar leiðbeiningar ásamt öðrum leibeiningum um hvernig skal stilla Adobe-hugbúnaðinn þannig að hann mæti þörfum þínum á vefsíðunni: Sérsníðum Adobe Reader fyrir þínar aðgengisþarfir

4. Vistun á PDF-skrám af vefsíðum.

Hægt er að vista niðurhalanlega skrá beint á harða diskinn í tölvunni þinni með því að nota "Save Target as" möguleikann. Það er nauðsynlegt að kunna þennan möguleika til að geta nýtt sér "Adobe Conversion Services" (nánari lýsing í lið 6 hér að neðan), eða til að geta sent einhverjum öðrum skrána.

Til að vinna með þennan eiginleika þurfum við að fylgja þessum tveimur skrefum: Við þurfum að virkja hægri músartakkann þegar fókusinn er á tenglinum sem hefur að geyma PDF-skrána. Ef fókusinn er þar höfum við tvo kosti. Annaðhvort að nota forritslykilinn (Application key) eða að nota Shift og F10 til að kalla upp fellivalmynd. Í lóðréttu fellivalsmyndinni heitir einn af möguleikunum: "Save Target As", sem  myndi útleggjast sem: "Vista sem". Við veljum þennan möguleika og þá kemur upp svipuð valmynd og við þekkjum þegar einhver skrá er vistuð í Windows-stýrikerfinu. Með öðrum orðum, gluggi þar sem við þurfum að velja staðsetningu og svo framvegis.

5. Hagnýtar upplýsingar um hvernig skal lesa PDF-skrár.

Leslyklar.

Ef þú ert að nota JAWS getur þú notað venjulegu JAWS-leslyklana eða svokallaða "Navigation Quick Keys" til að ferðast  um og lesa PDF-skrána í Adobe Reader.

Ör niður - les næstu línu.
Ör upp - les fyrri línu.
Ör til hægri - les staf til hægri.

Þessar  upplýsingar voru fengnar úr JAWS-hjálparskránni. Hægt er að fá ítarlegan lista yfir flýtilykla í JAWS með því að styðja á: Insert og H.

Yfirleitt er hægt að nota sömu lykla og JAWS stingur upp á. Aftur á móti höfum við þó rekið okkur á að lyklarnir geta haft mismunandi áhrif eftir því hvar við erum stödd.

Málsgreinar.

Lyklarnir sem við notum til að færa fókusinn milli málsgreina í JAWS eru: Control og örvalyklar upp eða niður. Þetta er til dæmis mjög handhægt í Microsoft Word og á vefsíðum. Þessir lyklar virka alls ekki alltaf í PDF-skrám, við rákum okkur á að stundum sleppa þeir stórum hluta textans í skjalinu. Sama gildir um P lykilinn. En þegar kveikt er á Quick Nav flýtilyklunum í JAWS þá gildir P eins og Control og örvalyklar til að færa sig milli málsgreina. Þessi lykill hoppar líka yfir stóran hluta textans stundum. Þegar þessir flýtilyklar virka ekki verðum við að fara yfir skjalið línu fyrir línu sem er klárlega talsvert seinvirkara en við því er lítið að gera. Enn fremur les JAWS ekki "auða línu" á milli málsgreina þannig að það er ekki nokkur leið til að greina hvar málsgrein hefst eða hvar henni lýkur. Ekki hefur fundist nein lausn á þessu vandamáli ennþá þannig að við verðum að lesa skjalið línu fyrir línu.

Fyrirsagnir

Það kann að vera að þú sért nú þegar að notfæra  þér  JAWS "Navigation Quick Key" (flýtilykilinn) "H" til að færa þig milli fyrirsagna á vefsíðu. Þessi eiginleiki kom fyrst fram í JAWS í útgáfu 6.  JAWS útgáfa 7 býður upp á þennan eiginleika líka í Microsoft Word og Adobe Reader. Það verður  þó að taka það fram að ekki allar fyrirsagnir eru greindar rétt af JAWS.

Sjálfgefin stilling í JAWS er að "Navigation Quick Keys" séu virkir á vefsíðum en ekki í Microsoft Word og Adobe Reader. Til að kveikja eða slökkva á "Navigation Quick Keys" getum við notað annanhvorn möguleikan hér að neðan.

1. Styddu á Insert og V til að kalla fram  JAWS verbosity gluggann, finndu þar möguleikann "Nav Quick Keys". Við setjum þann möguleika á "On" með því að styðja á bilslánna þegar  það er valið. Við styðjum síðan á færslulykilinn til að loka glugganum og vista breytingarnar.

2. Hinn möguleikinn er að nota flýtilykil til að kveikja eða slökkva á Nav Quick Keys, sá flýtilykill er Insert og Z. Með því að styðja á þennan flýtilykil þá þurfum við ekki að opna Verbosity-gluggann.

Það eru talsvert  margir "Nav Quick Keys" í boði. Sem dæmi má nefna "P", fara í næstu málsgrein, "H" fara í næstu fyrirsögn, "L" fara í næsta lista og "T" fara í næstu töflu. Ef við höldum svo Shift-lyklinum niðri á meðan við styðjum á einhvern af þessum lyklum þá færum við okkur aftur á bak. Þegar kveikt er á "Nav Quick Keys" getum við síðan stutt á Insert og 1 til að kveikja á "Keyboard Help". Þar er okkur boðið upp á að kanna nánar hvað allir flýtilyklarnir geta boðið okkur upp á og hverjir þeir eru.

JAWS getur líka kallað fram lista af upplýsingum í skjali, til dæmis kallað fram í einn lóðréttan lista alla tengla á vefsíðu: Insert og F7. Til að gera það sama  með allar fyrirsagnir: Insert og F6. Og fyrir svæði þar sem hægt er að skrifa texta á vefsíðu (til dæmis þar sem óskað er eftir notendanafni og lykilorði): Insert og F5. Þessu til viðbótar er einnig hægt að halda niðri Control og Insert á meðan stutt er á "Nav Quick Key" og þá mun JAWS birta lista yfir öll slík svæði á vefsíðunni.

Það er rétt að taka  það fram að til þess að flýtilyklar virki þarf vefsíðan að vera rétt uppsett. Fyrirsagnir verða að vera skilgreindar sem  H1, H2 og svo  framvegis, í Microsoft Word verða fyrirsagnirnar að vera skilgreindar sem Heading 1, Heading 2. Í PDF-skrám verða fyrirsagnir að vera "Tagged" eða merktar til að allt virki rétt.

Töflur

Til að ferðast um töflur höldum við Control og Alt og notum síðan örvalyklana. Þessir lyklar virka samt bara ef að taflan er rétt "Tagged" eða merkt, annaðhvort af höfundi skjalsins eða af Adobe Reader forritinu sem hefur þá gefið töflunni tímabundna merkingu.

Non-uniform töflur þar sem reitirnir (sellurnar) eru ekki sameinaðar eru hugsanlega ekki með lógíska lesröð eða eru hugsanlega ekki lesnar í þeirri röð sem þeim var ætlað. Það er ekki mögulegt, sem JAWS-notandi, að vita hvort að þessi non-uniform uppsetning á töflunni hefur neikvæð áhrif á aðgengileika töflunnar. Í slíku tilfelli er nauðsynlegt að hafa sjáandi aðstoðarmann við höndina til að kanna hvernig taflan er uppsett.

Sjálfvirkur lestur á röð og dálkaheiti getur einnig verið rangur. JAWS gæti hugsanlega lesið heiti dálksins frá vinstri í stað þess að lesa hann af ofan. Það er ekki mögulegt sem JAWS-notandi að vita hvenær þetta gerist.

Ef ekki er hægt að ferðast neðar í töflunni fram yfir ákveðinn stað er það vegna þess að nokkrir reitir, sellur, hafa verið sameinaðar og hindra hreyfingu bendilsins. Í slíku tilfelli er hægt að prófa að halda áfram að styðja á örvalykilinn þar til undirliggjandi töfluuppsetningin hleypir okkur framhjá þeirri staðsetningu.

Hafa ber í huga að þegar töflur hafa verið búnar til með óskipulögðum aðferðum, eins og til dæmis með því að nota bil eða textabox, þá munu þær ekki birtast JAWS sem aðgengilegar töflur fyrir JAWS-forritið.

Tenglar

Við notum TAB til að ferðast áfram á næsta tengil, shift og tab til að ferðast til baka um tengil. Enter-lykillinn virkjar tengilinn sem við erum staðsett á.

Form sem hægt er að fylla út

TAB mun flytja okkur á milli svokallaðra forma í skjalinu, en það eru svæði sem hægt er að skrifa í, til dæmis þegar verið er að fylla út umsókn og óskað er eftir nafni. Shift og Tab færir okkur svo til baka á fyrra svæði.Lesa má um þetta í hjálparskjali JAWS-hugbúnaðarsins: "Ef verið er að fylla út form, þá er nauðsynlegt að styðja á Enter áður en innsláttur er framkvæmdur. Til að fara úr forms ham, eða forms Mode, þá er stutt á + merkið á númeríska lyklaborðinu."

Rétt er að taka fram að PDF-skjöl eru hugsanlega seinni að taka við sér en aðrar skráargerðir þegar slíkar aðgerðir eru framkvæmdar.

Síður og bókamerki

Við færum okkur á milli blaðsíðna með því að styðja á "Control" og "Page Up" og "Control" og "Page Down" lyklana. Þetta er öðruvísi en í Microsoft Word hugbúnaðinum eða í Internet Explorer vafranum.

Navigation verkfærasláin í Adobe Reader gerir okkur kleift að ferðast um allt skjalið með því að notfæra okkur bókamerki eða síðunúmerin. Við styðjum á "F4" lykilinn til að færa fókusinn í þessa verkfæraslá.

Þegar fókusinn er í verkfæraslánni notum við "Tab" lykilinn til að færa okkur milli valmöguleika og örvalyklana til að flakka um þá undirvalkosti sem eru í boði á hverjum stað. Hægt er að nota færa sér þessa verkslá til að velja og flakka um bókamerki og síðunúmer meðal annars.

Með því að styðja á "Enter" lykilinn á því bókamerki eða síðunúmeri sem er valið færum við fókusinn á þann stað í skjalinu og um leið út úr Navigation-verkfæraslánni. Stundum getur þó komið fyrir að fókusinn færist hreint ekki inn í umbeðinn stað í skjalinu án fyrirliggjandi ástæðu.

Hafa ber í huga:

Það getur verið leiðinlegt að ferðast um Navigation verkfæraslánna vinna í henni með JAWS.

Bókamerki skilgreina fyrirsagnir í merktum, ”tagged”, PDF skjölum.

Síðunúmerum er raðað upp eftir sléttum tölum og oddatölum ef að skjalið er sett upp sem tvær síður hlið við hlið, í slíku tilfelli myndum við nota örvalykla til hægri og vinstri til að færa okkur á milli hvoru tveggja.

6. Breyta PDF-skjali í annað skráarsnið.

Það eru nokkrar leiðir til að breyta PDF-skjali í annað skráarsnið. Möguleikunum í þessum efnum er sífellt að fjölga eftir því sem að fleiri gerðir af nýjum hugbúnaði koma á markað. Eftirfarandi upptaling gefur mynd af því sem er í boði í dag.

Rétt er að taka fram að sjálfvirk forrit sem breyta skráarsniði virka ekki alltaf sem skildi. Stundum vantar hluta af textanum í skjalinu eftir breytingu eða þá að röðun textans í skjalinu hefur breyst, allt getur þetta verið breytilegt eftir því hvernig skjalið var sett upp.

Adobe fyrirtækið býður upp á tvo möguleika í þessum efnum:

Online conversion service, breyting á skráarsniði í gegnum vefsíðu - býður upp á breytingu á skráarsniði úr pdf í hráan texta eða HTML fyrir skjöl sem eru skrifuð á ensku og flest önnur vestur-evrópu tungumál. Fyrir nánari upplýsingar þá er hægt lesa meira á eftirfarandi vefsíðu: Online conversion tools for Adobe PDF documents.

Email Conversion Service - breyting á skráarsniði í gegnum tölvupóst - gerir notanda kleift að senda PDF-skjalið sem viðhengi með tölvupósti á tiltekið netfang. Sendandinn fær síðan póst til baka þar sem búið er að snúa skráarsniðinu á umbeðið skráarsnið. Skráarsniðið er skilgreint eftir því hvort netfangið er sent á. Til að fá skjalið tilbaka sem hráan texta er sent á netfangið: pdf2txt@adobe.com Til að fá skjalið sent tilbaka sem HTML skjal, eins og vefsíða, þá er sent á netfangið: pdf2html@adobe.com

Einnig er hægt að breyta skráarsniði PDF-skjala í önnur snið með eftirfarandi hugbúnaði:
Adobe Reader - þessi gjaldfrjálsi hugbúnaður býður upp á að PDF-skjal sé vistað sem textaskjal (Text Only, .txt) Þetta skráarsnið styður ekki "fyrirsagnir", töflu uppsetningu eða tengla á vefsíður.

Adobe Acrobat Standard eða Professional - býður upp á að búa til eða breyta skjali og einnig að breyta skjali úr PDF yfir í Microsoft Word, .doc skráarsnið, sem og fleiri skráarsnið. Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar um þær vörur sem að tilheyra Acrobat-fjölskyldunni á vefsíðu Adobe-fyrirtækisins.

ScanSoft PDF Converter Standard - býður upp á þann möguleika að að breyta PDF-skrám í Microsoft Word skrár eða RTF-skjöl. Nánari upplýsingar á vefsíðu ScanSoft

ScanSoft PDF Converter Professional - býður notanda upp á að búa til, breyta og snúa PDF-skrám í annað skráarviðmót. Einnig er hægt að breyta PDF-skrám í hljóðskrár með því að notafæra sér RealSpeak Text - To - Speech hugbúnaðinn frá Nuance. Nánari upplýsingar á vefsíðu ScanSoft

Rétt er að hafa í huga að ekki hafa verið framkvæmdar prófanir á RealSpeak Text - To - Speech forritinu. Samkvæmt upplýsingum á heimsíðu framleiðanda eru hljóðskrárnar vistaðar sem .mp3-skrár sem ekki endilega fylgja uppsetningu textans í skjalinu heldur þá hugsanlega, texti sem ekki verður í samhengi. Nánari prófanir eru nauðsynlegar til að staðfesta hversu áreiðanlegt þetta forrit er.

7. Að skilja PDF-skrár.

Ólíkt skrám eins og Word-forritið skapar, sem geta innihaldið texta, grafík og tiltekið snið í þeirri uppsetningu sem að birtist sjáandi á skjánum, þá eru PDF-skrár svokallaðar "Free Form Database".

Það eru þrjár gerðir af PDF skrám:

1. Eingöngu mynd - Einfaldasta formið af PDF-skrám er bara mynd. Þá er forritið bara að taka mynd af skjalinu, hvort sem skjalið inniheldur texta eða ekki. Mynd af texta er ekki það sama og skrifaður texti í textaskjali. Svona skrár eru fullkomlega óaðgengilegar skjálesurum.

2. Myndir sem hægt er að leita í - Þessi gerð er svipuð þeirri sem lýst var hér að ofan, en þessi gerð getur innihaldið lista af leitarorðum sem hægt er að fara í gegnum. Með því að notfæra sér þessi leitarorð er hægt að hoppa á tiltekna staði í skjalinu, en aftur er þessi gerð fullkomlega óaðgengileg skjálesurum.

3. Texti og snið - getur innihaldið texta, snið, töflur, töflur eins og í Excel-töflureikninum, vídeó og hreyfimyndir, svæði þar sem notandi getur skrifað, þrívíddargrafík og fleira. Þessi gerð af PDF-skrám getur verið aðgengileg.

8. Að skilja Adobe Reader forritið.

Þegar PDF-skrá er opnuð með Adobe Reader forritinu teiknar það grafískar upplýsingar sem eru í skjalinu nákvæmlega aftur á blaðið, byggðar á upplýsingum um hnitstaðsetningu. Kosturinn við þetta er sá að útlit skjalsins helst nánast óbreytt. Ókosturinn aftur á móti er sá að Adober Reader getur í sumum tilvikum ekki birt jafn ítarlegar upplýsingar þegar litið er til þarfa hugbúnaðar sem mætir aðgengisþörfum einstaklinga; sem sagt skjálesurum. En hér er þá átt við þau tilvik þegar höfundur PDF-skjalsins gerði ekki ráð fyrir að skjalið þyrfti að vera aðgengilegt skjálesurum.

Flest PDF-skjöl í dag eru ekki merkt, eða "tagged" eins og það er kallað, og ekki hönnuð með aðgengi í huga. Þetta er vegna þess að mörg hundruð forrita eru til sem gera notendum kleift að vista skjöl sín sem PDF-skjöl, en aðeins lítill hluti af þeim býður upp á þann möguleika að sníða skjölin til með aðgengi í huga. Á vefsíðu Adobe-fyrirtækisins kemur fram eftirfarandi: "Adobe Reader reynir að lesa öll PDF-skjöl, hvort sem þau hafa verið sniðin til með aðgengi í huga eður ei".

Þetta þýðir að að Adobe Reader reynir sjálfkrafa að breyta öllum PDF-skjölum sem hafa ekki verið merkt, sem sagt "tagged", - að því gefnu að þau innihaldi einhvern texta eða snið, í hráa textaskrá. Þessar upplýsingar, texti, eru síðan birtar inni i í aðgengilega svæði Adobe Reader en það er sá hluti skjalsins sem skjálesarar vinna með. Þegar talað er um PDF-skjöl  skilgreinir framleiðandi hugbúnaðarins aðgengilega hluta skjalsins sem: "Accessible Layer", en það myndi útleggjast á íslensku sem aðgengilega svæði skjalsins.

Hafa ber í huga að mörg PDF-skjöl innihalda engan texta og ekkert skilgreint snið. Ef skjalið sem þú ert að lesa er aðeins mynd, til dæmis mynd af texta en ekki hrár texti, þá getur Adobe Reader ekki sent neinar upplýsingar sem skjálesarinn getur unnið úr. Eina leiðin til að ganga úr skugga um að slíkt skjal sé að einhverju leyti aðgengilegt er að notfæra sér tólið Accessibility Quick Check úr Document-valmyndinni í Adobe Reader. Þær upplýsingar sem tólið gefur eru aftur á móti ekki mjög ítarlegar. Stundum þegar slík skjöl eru skoðuð þá birtir Adobe Reader glugga sem í stendur að skjalið sé ekki með neinn texta til að vinna úr, það er þó fremur undantekning heldur en regla.

Á vefsíðu Adobe-fyrirtækisins kemur einnig fram: "Adobe Reader sjálfkrafa greinir öll PDF-skjöl sem ekki eru merkt ("tagged"), og býr til svokallaðar tímabundnar merkingar á skjalinu sem lýsa uppsetningu skjalsins fyrir skjálesaranum."

9. Að lesa ómerkt PDF skjöl með Adobe Reader.

Þegar Adobe Reader segir að PDF-skjalið sem þú ætlar að opna og lesa sé ómerkt, þá þýðir það að engar upplýsingar séu að berast í formi hrás texta til skjálesarans. Adobe Reader mun reyna að breyta þeim upplýsingum sem hægt er í skjalinu í aðgengilegan texta fyrir skjálesarann.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar sem við höfum rekið okkur á að Adobe Reader getur breytt yfir í aðgengilegan texta og einnig hvað það er sem vantar upp á.

Þegar fyrirsagnir og tenglar eru ekki merktir er ekki hægt að notfæra sér JAWS-flýtilykilinn "H" til að hoppa beint á fyrirsögn í texta eða á milli fyrirsagna í skjalinu.

Uppsetning tafla í PDF-skjali kann að vera merkt, "tagged", á réttan máta þannig að mögulegt er að nota "Control" og "Alt" með örvalyklum til að ferðast um töflur í PDF-skjalinu. Aftur á móti er það engin trygging fyrir því að hausar á dálkum og röðum í töflunni séu rétt lesnir. Þessir hausar eiga það til að vera ekki rétt lesnir ef að sellur í töflunni hafa verið sameinaðar, merged.. Sjáandi einstaklingur mun ekki geta greint að þessar upplýsingar renni saman, en skjálesarinn er að vinna með hráa textann, ekki það sem beinlínis birtist okkur á skjánum. Þannig að aðeins er hægt að greina hvort að skjalið sé aðgengilegt með því að prufa það sjálfur með skjálesaranum.

Grafísk eiginleikar í skjalinu, eins og myndir, tákn, kort og þess háttar, kunna að vera merktir sem "graphic". En ef enginn texti hefur verið hengdur við þessa merkingu þá les skjálesarinn bara: "graphic" án þess að gefa neinar frekari upplýsingar þar sem þær hafa ekki verið færðar inn.

Rökréttur lestur á skjalinu, þá á ég við að skjalið sé lesið rétt frá upphafi til enda en ekki að skjálesarinn hoppi á rangan stað í skjalinu eftir fyrstu málsgrein, er líklegastur ef að skjalið hefur verið unnið í Microsoft Word eða Corel Word Perfect. Hægt er að kanna hvaða forrit var notað til að skrifa skjalið og sneri því í PDF-skráarsnið, með því að fara í File-valmyndina og velja þar "Properties". Flýtilykillinn fyrir þessa aðgerð er: "Control" og "D".

Það er engin áreiðanleg leið til fyrir notanda skjálesara til að kanna hvort að lesröðun textans í skjalinu sem skjálesarinn greinir sé sett upp á sama hátt og lesröðunin birtist þeim sem er sjáandi. Eina örugga aðferðin er að fá aðstoð sjáandi einstaklings sem fyrir yfir lesröðunina á eftirfarandi hátt:

Vista PDF-skrána sem textaskrá (með því að nota File-valmyndina og finna þar möguleikann "Save as text" sem fyrr var lýst í þessu skjali) og bera hana síðan saman við PDF-skrána sjálfa. Síðan að gera þær breytingar sem þarf á hráu textaskránni þannig að lesröðunin sé eins og í PDF-útgáfunni.

Fara yfir lesröðunina með því að nota "Read Out Loud" möguleikann. Fara þarf síðan yfir hvort að lesröðunin á upplestrinum sé sú sama og birtist í PDF-skjalinu. Ef upp koma villur í lestrinum er nauðsynlegt að útbúa hráa textaskrá, eins og fyrr var lýst, og gera þær leiðréttingar sem nauðsynlegar eru. Rétt er að taka fram að þessi aðferð, að láta lesa allt skjalið upp er frekar seinvirk og ekki heppileg til notkunar þegar um stórar skrár er að ræða.

10. Að lesa merkt PDF skjöl með Adobe Reader.

Adobe fyrirtækið segir: "Besta árangri er hægt að ná með skjálesurum og PDF-skrám ef að skráin hefur verið vistuð með "Tags" upplýsingum." "Tags" innihalda upplýsingar um uppsetningu og form skrárinnar og bæta til mikilla muna aðgengi að skránni. Þær geyma upplýsingar um staðsetningu hausa, tengla og ALT-texta fyrir grafískar upplýsingar í skjalinu. Aðgengishugbúnaður les þessa "tags" og birtir notanda þær á ýmsan máta, allt frá því að vera lesnar upp í skjálesara sem og einnig í blindraletursskjám.

Atriði sem við höfum rekið okkur á í lestri á "tagged" PDF skrám:

Allt efni, sem var sleppt eða var ekki rétt "tagged", verður ekki aðgengilegt. Upplýsingar frá notendum Adobe Acrobat hugbúnaðarins, sem er ekki það sama og Adobe Reader, gefa til kynna að notendum finnst oft þessi hugbúnaður snúinn í notkun og því er aukin hætta á að höfundar skjala merki ekki skjöl rétt.

Accessibility Quick Check möguleikinn sem hægt er að nálgast í Document-valmyndinni í Adobe Reader, getur aðeins tilkynnt hvort að "tags" séu til staðar í skjalinu en ekki hvort að áðurnefnd "tags" séu rétt, gefi einhverjar gagnlegar upplýsingar eða hvort að "tags" vanti upp á til að skjalið sé aðgengilegra.

Eina leiðin til að kanna hvort að "tags" í PDF-skjali séu vel nothæf er að senda skjalið til einstaklings sem hefur mikla reynslu af að merkja PDF-skjöl með Adobe Acrobat.

11. JAWS-leslyklar

Hægt er að notfæra sér JAWS-leslykla, flýtilykla, til að flakka um PDF-skrár og einnig til að flakka um Internetið.

Flýtilyklar til að ferðast um PDF skrá:

Fara á fyrri síðu í skjali: ALT+ör til vinstri.

Lesa Address bar: Insert+A.

Næsti tengill: TAB.

Fyrri tengill: Shift+TAB.

Opna tengil: Enter.

Sýna lista af tenglum í skjali í sérglugga: Insert+f7.

Sýna og stjórna PlaceMarkers: Control+Shift+K.

Sýna öll form í skjali í sérglugga: Insert+f5.

Sýna allar fyrirsagnir í glugga í sérglugga: Insert+f6.

Sýna alla ramma í skjali í sérglugga: Insert+f9.

Til að ferðast um vefsíðu:

NextAnchor: A.

Næsti hnappur: B.

Næsta ComboBox: C.

NextDifferentElement: D.

Næsta edit-svæði: E.

Næsta formsvæði: F.

Næsta grafík: G.

Næsta fyrirsögn: H.

Næsta listasvæði: I.

Færa sig yfir í tiltekna línu: J.

Fara aftur á fyrri stað frá línunni: Shift+J.

NextPlaceMarker: K.

Næsti Listi: L.

Næsti rammi: M.

Hoppa framhjá tenglum á síðunni: N.

Næsti hlutur á síðu: O.

Næsta málsgrein: P.

NextBlockQuote: Q.

Næsti RadioButton: R.

Next Same Element: S.

Næsta tafla: T.

Næsti tengill sem ekki hefur verið opnaður: U.

Næsti tengill sem hefur verið heimsóttur: V.

Næsta checkbox: X.

NextDivision: Z.

Til að ferðast um og lesa töflur:

Næsta röð í töflu: Windows lykill+ör niður.

Fyrri röð í töflu: Windows lykill+ör upp.

Lesa röð: Windows lykill+komma.

Lesa dálk: Windows lykill+punktur.

Næsta sella í töflu: ALT+Control+ör til hægri.

Fyrri sella í töflu: ALT+Control+ör til vinstri.

Sella einum neðar í dálk: ALT+Control+ör niður.

Sella einum ofar í dálk: ALT+Control+ör upp.

Hoppa beint í tiltekna sellu í töflu: Control+J.

Þýtt með góðfúslegu leyfi Henny Swan hjá Bresku Blindrasamtökunum, RNIB.

Hlynur Már Hreinsson, ráðgjafi

 

Til baka