Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
1. nóvember 2007

Færa fókus í System Tray í Windows

Þegar ég færi mig í "System Tray" á Windows 2000/XP/Vista tölvu, og nota til þess lyklaborðið, þá fer það eftir því hvort ég er að keyra Supernova/HAL eða JAWS hvaða lykla ég nota.

Insert+F11 færir þig í System Tray í JAWS, hvaða útgáfu sem er eftir 4.51.

CAPSLOCK+4 færir þig í "System Tray" í Supernova/HAL. Aftur á móti þegar ég er ekki að keyra þessi forrit, þá hef ég gert þetta með því að nota Control+Escape - til að opna Start-hnappinn, svo Escape til að loka honum en samt halda fókusnum á Start-hnappinum.

Því næst er það Control+TAB og bara TAB til að komast að endingu í blessaðan "System Tray" hlutann á stikunni neðst á skjánum í hægra horninu. Þegar þangað er komið notar maður svo örvalyklana til að velja það íkon/forrit sem á að stjórna í samvinnu með forritslyklinum (Application Key).

Áðan rifjaðist svo upp fyrir mér að það er að sjálfsögðu til miklu einfaldari leið til að gera þetta: Windows lykillinn+B. Þessi flýtilykill flytur þig beint í "System Tray". Stundum þurfa hlutirnir ekki að vera svona ansi flóknir.

Hlynur Már Hreinsson, ráðgjafi

Til baka