Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
11. desember 2007

Vista skrá í Daisy skráarsniði með Microsoft Word

Ég rakst á spennandi grein áðan um verkefni sem unnið hefur verið undanfarið. Þar er verið að fjalla um þann möguleika að vista skrár sem við opnum í Microsoft Word í Daisy-skráarsniði. Þetta verður lítið viðbótarforrit sem hægt verður að hala niður af heimasíðu Microsoft Office. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta á eftir að reynast. Hægt er að lesa fréttatilkynningu Microsoft á eftirfarandi vefslóð: http://www.microsoft.com/presspass/press/2007/nov07/11-13DaisyPR.mspx

Hlynur Már Hreinsson, ráðgjafi

Til baka