Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
15. janúar 2008

Curb Cuts

Ég rakst á áhugaverðan þátt á netinu sem mér datt í hug að deila með ykkur. "Curb Cuts" er sjónvarpsþáttur um aðgengisbúnað fyrir fatlaða sem er framleiddur af Central Coast Assistive Technology Center. Þáttur númer 5 í röðinni fjallar um aðgengisbúnað fyrir sjónskerta þegar unnið er með tölvum. Nokkrir einstaklingar deila með okkur hvernig þeir notfæra sér CCTV´s og Zoomtext-skjástækkunarhugbúnað til að geta starfað eins mikið sjálfstætt og kostur er heima, í skólanum sem og á vinnumarkaðinum. Þátturinn er hér fyrir neðan í Flash viðmóti, en ég fann því miður ekki aðra útgáfu af honum.

Hlynur Már Hreinsson, ráðgjafi

 

Til baka