Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
23. febrúar 2010

Dolphin Computer Access kynnir 11.5 uppfærsluna

Nýlega kom út frí uppfærsla fyrir alla notendur sem keyra útgáfu 11 af Supernova, HAL, Lunar og Lunar Plus hugbúnaðinum. Notendur sem keyra útgáfu 11 geta sótt þessa uppfærslu í gegnum stjórnborðið sitt úr Hjálp-valmyndinni. Þar er svo valinn möguleikinn: Uppfæra af Internetinu. Þær breytingar sem útgáfa 11.5 inniheldur eru afrakstur meira en átta mánaða þróunarvinnu, eins og Neil Hall, framleiðslustjóri hjá Dolphin Computer Access lýsir:

„Notendur okkar hugbúnaðar eru einkar tryggir við Dolphin-vörurnar og þau svör og upplýsingar sem við fengum frá notendum við Beta-prófanirnar á útgáfu 11, með stuðningi við Windows 7, hafa klárlega undirstrikað þessa staðreynd. Við hjá Dolphin leggjum okkur 100% fram um að veita frábæra þjónustu við alla okkar notendur, bæði hérlendis og erlendis, og erum þess vegna ánægðir með að geta boðið okkar notendum þessa stóru uppfærslu, þeim að kostnaðarlausu. Þetta er okkar leið til að þakka notendum fyrir stuðning þeirra .“

„Útgáfa 11.5 er stór uppfærsla og inniheldur ekki aðeins stuðning við 32 og 64 bit útgáfur af Windows 7, heldur líka endurhannaðan stuðning við Microsoft Word. Þetta hefur leitt af sér hraðari vinnslu á Microsoft Word skjölum, 20 nýja flýtilykla til að færa fókusinn milli atriða í Word-skjölum, lestur/tilkynningar á 50 af algengustu Microsoft Word flýtilyklunum – sbr. feitletrun, undirstrikun, skáletur, textajöfnun og fleira. Við höfum líka endurhannað stuðninginn við leiðréttingarálfinn."

En þær viðbætur sem eru í útgáfu 11.5 er ekki aðeins að finna í Microsoft Word, einnig hefur verið endurskoðaður og endurbættur stuðningur við Microsoft Outlook, MS Excel, Internet Explorer, MS Powerpoint, Windows Live Messenger og Skype en stuðningur við þessi forrit hefur verið endurskoðaður á öllum sviðum, líka hvað varðar skjástækkun og aflestur af punktaletursskjám.

Útgáfa 11.5 er ekki bara sprækari í MS Office forritum, heldur er Supernova líka fljótara að ræsa sér með tölvunni en hingað til hefur verið mögulegt, sökum endurhönnunar á stjórnun talgervla.

Neil Hall útskýrir hvernig útgáfa 11.5 býður upp á betri notkunarskilyrði fyrir notendur sem búa við mismunandi sjónskerðingu:

 „Ég veit að þeir sem nota skjálestur munu vilja prófa hraða valkostina þegar orð eru stöfuð, sem er óháður almennum leshraða skjálesarans. Það að geta hægt á stafsetningunni getur haft mikil áhrif á lesskilninginn. Aðrar spennandi nýjungar eru til dæmis þær að nú er hægt að hafa áhrif á tónhæð skjálesarans þegar lesinn er hástafur, endurbætur á orðalestri og fjögur ný mælgistig.“

 „Supernova, Lunar og LunarPlus notendur sem vinna með skjástækkun geta nú nýtt sér forrit eins og Google Earth og Windows Photo Gallery, þökk sé stuðningi við OpenGL og Direct Draw/Direct 3D forrit. Einnig er kominn nýtt litaskiptiskema með gráum tón sem okkar notendur höfðu óskað eftir og nokkrir nýir músarbendlar sem eru með sterkum kontrasteiginleikum.“

Já, það er engum blöðum um það að fletta að Dolphin menn láta ekki deigan síga. En eins og áður sagði þá er þessi uppfærsla aðeins möguleg ókeypis fyrir þá notendur sem nú þegar keyra útgáfu 11 af Dolphin-hugbúnaði.

Hlynur Már Hreinsson ráðgjafi

Til baka