Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
8. mars 2010

Vista texta af vefsíðum með HAL skjálesaranum.

Vista efni texta af vefsíðum með HAL-skjálesaranum.

Þegar unnið er með efni á vefsíðum getur komið sér vel, og er oft á tíðum nauðsynlegt, að geta vistað þetta efni í tölvunni okkar. Þetta gerum við á eftirfarandi hátt.

  1. Við finnum textann á vefsíðunni sem við viljum afrita.
  2. Þegar fókusinn er í línunni þar sem afritun skal hefjast, þá styðjum við á ör til hægri. Þar með færum við fókusinn fremst í línuna.
  3. Núna styðjum við á Hægri Control og Heim lykilinn (Home lykill). Þá segir skjálesarinn: Draga. Þetta þýðir að við ætlum okkur að draga, frá þessari staðsetningu, utan um þann texta sem skal afrita.
  4. Við færum núna fókusinn þangað sem afritunartakan skal ná. Tökum dæmi: Ef við ætluðum okkur bara að afrita eina línu á vefsíðunni, þá er einfaldast að styðja núna á Endir lykilinn. Þar með erum við færð aftast í línuna og skjálesarinn segir: Endir.
  5. Þegar erum staðsett þar sem afritunartakan skal hætta, þá styðjum við á: Hægri Control og Endir. Þá segir skjálesarinn: Sleppa.
  6. Núna verður textalínan á vefsíðunni lituð/valin og þá er bara eftir að afrita textann með flýtilyklunum: Control og C.
  7. Núna er textinn afritaður og við getum límt hann hvar sem vill með flýtilyklunum: Control og V.

Flýtilyklar – Yfirlit.

Velja upphafsstað afritunar: Hægri Control og Heim. Skjálesari segir: Draga.

Velja endastað afritunar: Hægri Control og Endir. Skjálesari segir: Sleppa.

Afrita: Control og C.

Líma: Control og V.

Hlynur Már Hreinsson ráðgjafi

 

Til baka