Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
10. mars 2010

Apple tölvur, skjálesarar og punktaletursskjáir.

Fram til þessa hafa Apple-tölvur ekki verið valkostur fyrir notendur punktaletursskjáa en það hefur nú breyst. Með tilkomu Snow Leopard stýrikerfisins frá Apple: www.apple.com/snowleopard er nú kominn stuðningur við nokkra punktaletursskjái. Ekki eru allir skjáir samhæfanlegir við Apple-umhverfið en þetta er þó ágætis listi. Sem dæmi um skjái sem við könnumst við má nefna nokkrar tegundir af Alva-skjám, Supervario 40 skjárinn frá BAUM, Eurobraille Eys 40 og Seika Version 3, svo eitthvað sé nefnt. Það sem er öðruvísi við Apple-stuðninginn er að engan hugbúnað eða rekla þarf að setja upp með punktaletursskjáunum í Apple-umhverfinu, heldur eru allir reklar innbyggðir í stýrikerfið.

Í Snow Leopard stýrikerfinu er einnig búið að endurhanna skjálesarann sem innbyggður er í Apple vélar, en þessi skjálesari heitir VoiceOver: http://www.apple.com/accessibility/voiceover/

Við vonumst til þess að geta prófað betur á næstu mánuðum þennan nýja skjálesara, bæði með tilliti til punktaletursstuðnings sem og íslensks talgervils.

Hlynur Már Hreinsson ráðgjafi

Til baka