Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
2. júlí 2010

Punktaletursnefnd

Velkomin á síðu punktaletursnefndar.

Nefndin hefur verið starfandi síðan haustið 2009 og hefur nú þegar komið ýmsu í verk en mörg og spennandi verkefni eru fram undan eins og verkefnalistinn gefur til kynna. Hann má einmitt sækja hér á síðunni.

Nefndina skipa nú Birkir R. Gunnarsson formaður, Ásdís Þórðardóttir, sérfræðingur í gerð lesefnis, fyrir hönd Miðstöðvarinnar, og Ágústa Gunnarsdóttir fyrir hönd Blindrafélagsins. (Lesa meira um tilurð og skipan nefndarinnar)

Nefndin hefur þegar gefið út fyrsta opinbera staðalinn um 6 og 8 punkta íslenskt punktaletur og má finna hann hér á síðunni. Því miður er einungis hægt að sýna staðalinn myndrænt í pdf-skjali þar sem punktaletursskjáir sýna mismunandi tákn ekki alltaf á sama hátt, sem er einmitt ástæðan fyrir tilkomu staðalsins. Það er einnig ástæða þess að pdf-skjalið með staðlinum er ekki sérlega aðgengilegt notendum með skjálesara.

Hins vegar munum við prenta punktaleturseintök af staðlinum um leið og 8 punkta prenttæknin verður tilbúin og munum við senda eintak á alla þá lesendur punktaleturs sem okkur er kunnugt um.

Við munum einnig tilkynna hér á síðunni þegar staðallinn er tilbúinn til prentunar.

Hér á síðunni má finna nokkur skjöl með staðlinum og þeim reglum sem nefndin hefur sett og verður fylgt af fremsta megni í bókagerð.
Einnig er hér listi yfir verkefni nefndarinnar, reglur og skipan. Þetta er bara byrjunin, ýmis skjöl, skýrslur og fréttir af störfum nefndarinnar munu birtast hér í náinni framtíð, svo kíkið við öðru hverju.

Fyrir hönd punktaletursnefndar:
Birkir R. Gunnarsson

Listi yfir punktaleturstákn  pdf (275 kb)

Reglur um ritun íslensks punktaleturs pdf (76 kb)

Verkefnalisti punktaletursnefndar

Til baka