Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
13. október 2011

SÝN - í tilefni af Alþjóðlegum sjónverndardegi og degi Hvíta stafsins

Í tilefni af alþjóðlega sjónverndardeginum gefa Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi og Þjónustu- og þekkingarmiðstöði fyrir blinda, sjónskerta og  daufblinda einstaklinga út 8 síðna fræðslublað sem fengið hefur nafnið SÝN og er dreift með Fréttablaðinu. Í blaðinu er starfsemi útgefenda kynnt, fjallað um augnsjúkdóma og sjónvernd, leiðsöguhunda, aðgengismál og Blindravinnustofuna sem er 70 ára um þessar mundir.

Tengill inn á blaðið í pdf-formi.

Til baka