Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
20. október 2011

Nýir bæklingar um AMD, gláku og RP

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga hefur í samstarfi við Blindrafélagið gefið út bæklinga um aldursbundna augnbotnahrörnun (AMD), gláku og RP en það eru þrjár algengustu orsakir blindu og sjónskerðingar. Í bæklingunum má finna upplýsingar um eðli sjúkdómanna, áhættuþætti, einkenni, greiningu, meðhöndlun og ýmislegt fleira. Bæklingunum er dreift á allar heilsugæslustöðvar, augnlæknastofur og dvalarheimili.

Hægt er að panta eintök með því að hafa samband við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í síma 545 5800 eða með tölvupósti í gegnum netfangið midstod@midstod.is

Til baka