Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
24. nóvember 2011

Independent order of Oddfellows styrkir leiðsöguhundaverkefni

Kertasjóður Soffíu J. Claessen, Rebekkustúkunnar nr. 1, Bergþóru I.O.O.F, færði nýlega Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga að gjöf 1.500.000 til notkunar við uppbyggingu til þjálfunar leiðsöguhunda.

Styrkurinn er kærkomin aðstoð við uppbyggingu leiðsöguhundaverkefnis sem Miðstöðin hefur ráðist í en Miðstöðin hefur það hlutverk að úthluta leiðsöguhundum samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja. Á Íslandi eru nú 5 leiðsöguhundar en þörf er á fleiri hundum og hefur Miðstöðin sett af stað verkefni til að kaupa og þjálfa leiðsöguhunda á Íslandi í stað þess að kaupa þá erlendis frá. Ráðinn hefur verið hundaþjálfari til verkefnisins og keyptir hafa verið 2 hvolpar til þjálfunar. Verið er að leita að fleiri hvolpum og unghundum en áætlað er að skila 2 leiðsöguhundum á ári. Verkefnið er dýrt og yfirgripsmikið en mikill sparnaður felst í því að kaupa og þjálfa hunda á Íslandi í stað þess að versla hundana erlendis. Styrkurinn hefur verið notaður til að kaupa sendibifreið en það er nauðsynlegt að geta ferðast um með hunda í þjálfun og farið með þá sem víðast í þjálfunarferlinu.

Miðstöðin þakkar Bergþórusystrum kærlega fyrir þennan góða stuðning og gott samstarf um þetta mikilvæga verkefni.

Til baka