Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
3. apríl 2012

Vandamál vegna Internet Explorer 9

Ef þú upplifir vandamál með lestur á netinu gæti það verið vegna uppfærslu á vafranum. Þannig er að Microsoft hefur sent frá sér Internet Explorer 9 sem er sjálfkrafa keyrður inn á tölvuna þína.  Ákveðin tækni í þessum nýja vafra veldur því að Zoom Text á t.d. erfitt með að lesa af heimasíðum.
Ef þú upplifir þessi vandamál er eina lausnin að fjarlægja uppfærsluna og sækja viðbót sem kemur í veg fyrir að hún komi sjálfkrafa inn aftur.

Leiðbeiningar:

  1. Opnaðu „Stjórnborð“ (Control Panel)
  2. Finndu „Forrit“  (Programs and Features)
  3. Veldu „Uppsettar uppfærslur“ vinstra megin í glugganum (Installed Updates)
  4. Á þeim lista finnur þú  Internet Explorer 9
  5. Veldu hann og ýttu á „Fjarlægja“  (Uninstall)
  6. Þú verður beðinn um að endurræsa vélina og munt þá vera með Internet Explorer 8

Svo þarft þú að sækja litla viðbót sem kallast „Block Internet Explorer 9“
Þú finnur hana hér:  http://www.microsoft.com/download/en/details.aspx?id=179

Til baka