Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu

Beint á efnisyfirlit síðunnar
18. maí 2012

Stækkun er töff!

Þó að langflestir sjónskertir hafi aðgang að tölvu, þá nota þeir ekki allir stækkun, afleiðingin er oftast sú að sá sjónskerti fær þá ekki full not af þeirri tækni sem er í boði. Augun þreytast og höfuðið líka og þú ert tvisvar sinnum lengur að öllu og nærð sjaldnast að leika þér í þessum skemmtilegu græjum. Það er ekkert töff að rína og pína sig þegar maður getur flakkað á veraldarvefnum með stækkun.
Viltu prófa?
Það eru til mismunandi stækkunarforrit fyrir þá sem eru með sjónskerðingu. Það eru til forrit á borð við Supernova eða Zoom Text, sem gera fólki kleift að stækka hluti nærri endalaust. En Það eru líka innbyggðar stækkanir í tölvunni þinni sem gætu hjálpað þér nógu mikið til þess að gera tölvuupplifunina mun skemmtilegri.
Windows stækkun:

  1. Opnaðu Start/Ræsa og finna Control Panel/Stjórnborð.
  2. Findu Display/Skjár og velur það.
  3. Þar kemur upp nýr gluggi þar sem hægt er að velja á milli:

- 100% textastærðar
- 125% textastærðar
-  150% textastærðar

4. Veldu þann kost sem hentar og veldu Apply/Nota.


 5. Þú þarft að endurræsa tölvuna til að fá breytingarnar fram.

Apple-stækkun:
Mac stýrikerfi eru með innbygða stækkun sem hægt er að stýra með t.d. músarhjólinu eða frá lyklaborði. Stækkunin er virk sem staðall í flestum kerfum, en ef hún er ekki virk á þinni tölvu þá getur þú virkjað hana svona:
Að virkja Zoom OS X Lion
 

• Opna "System Preferences" from the Apple menu.
 • Velja  “Universal Access” og svo ýta á “Seeing” takkann.
 • Setja hakann í kassann  undir  “Zoom” á  “ON”
Þú stjórnar Apple stækkunini með því að nota trackpad, músarhjól eða lyklaborð:
Á trackpad notar þú tvo putta til að vísa upp eða niður, ef þú ert með mús notar þú músarhjólið, í báðum tilvikum þarf að ýta á Control takkann á meðan.


 • Control+Skrolla upp eykur stækkun
 • Control+Skrolla niður minnkar stækkun
 Nota flýtileið á lyklaborði:
 • Command+Option+= til að stækka
 • Command+Option+- til að minnka

Þar að auki er hægt að stækka hluti í einstaka forritum, eins og t.d. póst forritinu eða í vafraranum. Svo er einnig hægt að skerpa litaskil og snúa litum alveg við. Þannig að þeir sem eru næmir fyrir birtu og þreytast auðveldlega við að sitja fyrir framan skjáinn sleppa við alla auka birtu.
Snúa við litum í Windows 7
 

 1. Opna "Control Panel" /Stjórnborð“
 2. Velja "Appearance and Personalization"
 3. Velja "Change Theme"
 4. Velja "High Contrast Black"
 
 Þar með verður viðmótið Svart með hvítum texta en myndir haldast óbreyttar.
Snúa við lit á Mac
Eins er hægt að snúa birtunni við í Apple tölvum, það er gert undir System Preference

1. Opna „System Preference“
2. Velja „Universal Acces“
3. Velja „System“
4. Velja „Display“
5. Veldu „white on black“

Nú höfum við farið yfir nokkrar einfaldar leiðir sem gera tölvuna þína aðgengilegri fyrir þig, ef þetta hefur vakið áhuga þinn um að prófa eitthvað meira eða ef þú hefur spurningar, hafðu þá samband við miðstöðina og við könnum málið.
Rósa María Hjörvar, tölvuráðgjafi

Til baka